Kevin Kisner heimsmeistari í holukeppni 2019
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2019 | 09:00

Kisner heimsmeistari í holukeppni 2019!!!

Bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner sigraði landa sinn Matt Kuchar í úrslitaleik um heimsmeistaratitilinn í holukeppni.

Lokastaðan í viðureign þeirra var 3&2.

Kisner hafði þar áður unnið ítalska undrið, Francesco Molinari 1&0 í undanúrslitunum.

Molinari vann síðan Danann Lucas Bjerregaard, sem e.t.v. er sá kylfingur sem komið hefir einna mest á óvart í heimsmótinu.

Lokastaðan í leik þeirra um 3. sætið var 4&2 Francesco Molinari í vil, sem hampaði 3. sætinu.

Sjá má öll úrslit í 16 manna úrslitunum, fjórðungsúrslitunum, undanúrslitunum og úrslitaleiknum með því að SMELLA HÉR: