Kjartan L. Pálsson látinn
Kjartan Lárus Pálsson, (KLP) fararstjóri og blaðamaður lést á Landspítalanum föstudaginn 3. apríl sl.
Kjartan fæddist 6. október 1939 í Keflavík, sonur Ingibjargar Bergmann Eyvindsdóttur og Páls Ebenesers Sigurðssonar, elstur 3 systkina.
Hann lauk prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík.
Kjartan starfaði m.a. til sjós, og sem strætisvagna- og leigubílstjóri. Lengst af eða í um 25 ár starfaði hann sem blaðamaður á Vísi, Tímanum og DV, einkum við ritun íþróttafrétta og voru íþróttafréttir hans merktar með upphafsstöfum hans, KLP.
Eftir firmamót blaðamanna, 1969, smitaðist Kjartan af golfbakteríunni og stundaði golf upp frá því eða í yfir 50 ár.
Á löngum ferli sínum í golfinu, var hann m.a. liðsstjóri unglingalandsliðs karla 1973 og 1979-1986 einvaldur og liðsstjóri karlalandsliðs Íslands í golfi. Hann átti um tíma Íslandsmet yfir fjölda hola í höggi og gegndi m.a. formennsku í Einherjaklúbbnum um skeið.
Kjartan var fararstjóri í golfferðum erlendis, fyrst hjá Samvinnuferðum-Landsýn og síðar hjá Úrvali-Útsýn og starfaði við fararstjórn m.a. á Spáni, Írlandi, Hollandi og Thaílandi.
Eftirlifandi eiginkona Kjartans er Jónína S. Kristófersdóttir. Börn þeirra eru tvö: Dagbjört L. Kjartansdóttir Bergmann og Jón Bergmann Kjartansson. Barnabörnin eru 5 og barnabarnabörnin 3.
Golf1 vottar fjölskyldu og vinum Kjartans innilegustu samúðar.
Sjá má minningarorð um KLP eftir Hauk Örn Birgisson, forseta GSÍ, á vefsíðu Golfsambands Íslands eða með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024