Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2019 | 18:00

Ko bætti met Tiger

Hvenær sem minnst er á nafn kylfings í sömu andrá og Tiger Woods, þá er það líklega hrós.

Tiger, golfgoðsögn í lifandi lífi, átti eitt besta ár sitt árið 2000, en þá var hann að meðaltali með 67.794 högg yfir árið, en það færði honum 9 sigra þ.á.m. í 3 risamótum og hann komst í gegnum niðurskurð í öllum mótum, sem hann tók þátt í, á árinu.

Árið 2000 lék Tiger 110 holur án þess að fá skolla – það eru fleiri en 6 hringir án þess að missa högg – 110 högg var met …. en það var núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Jin Young Ko, sem bætti met Tiger nú nýverið.

Hún lék 114 holur án þess að fá skolla.

Ko sigraði í 2 risamótum ársins 2019. Í CP Women´s Open lék hún allar 72 holurnar án þess að fá skolla. Það sem var enn flottara var að hún hafði ekki fengið skolla í 34 holum þar áður og var því komin ansi nálægt því að bæta met Tiger (106 skollalausar holur í röð) þegar hún tíaði upp í Cambia Portland Classic, mótinu sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, tók þátt í en komst ekki í gegnum niðurskurð og fór fram 29. ágúst – 1. september sl.

Ko byrjaði vel á Cambia Portland mótinu, fékk pör á fyrstu 4 holunum og var þar með búin að jafna met Tiger. Síðan bætti hún met Tiger svo um munaði; fékk glæsiörn á par-5 5. holuna (111 holur spilaðar skollalausar). Á næstu tveimur holum fékk hún síðan fugl og á 8. holuna par, en síðan var ævintýrið úti á 9. holu þegar hún missti 1 meters pútt fyrir pari.

114 holur spilaðar án þess að fá skolla!!! Glæsilegt og sögulegt hjá Jin Young Ko!!!! Ekki margir sem bæta einhverja af 2000 áröngrum og metum Tiger Wood!!!

Þess mætti geta að Jin Young Ko lauk keppni á Cambia Portland Classic T-20 og sagði aðspurð að loknum 1. hring að hún stefndi á að endurtaka þetta … sig langaði til að bæta eigið met um skollalausa hringi og spila a.m.k. 115 holur skollalausar í röð!