Koepka ósáttur v/leikhraða Holmes
Um leið og pararnir og rástímar lágu fyrir, fyrir lokhring 148. Opna breska á laugardaginn þá veittu margir því athygli að Brooks Koepka og JB Holmes voru paraðir saman.
Meðan Holmes var 6 höggum á eftir þeim sem síðan sigraði mótið, Shane Lowry og Koepka var 7 höggum á eftir; þá var þetta ekki mest spennandi hollið, nema vegna eins atriðis: Holmes er einn af hægustu mönnum í golfinu meðan Koepka er einn af þeim hröðustu þegar kemur að leikhraða.
Og það var einmitt ásteitingarsteinninn allt mótið milli þeirra tveggja og gat Koepka oft ekki hamið hversu ósáttur hann var við Holmes á hringnum.
Kentuckybúinn (Holmes) hefir verið mikið gagnrýndur af golffréttaskýrendum, áhangendum, áhorfendum og meðspilurum sínum en hefir ekki gert neinar breytingar á leikhraða sínum; m.a. vegna þess að stjórnendur hafa ekki gripið í taumana (en það var einmitt það sem Koepka var ósáttur við varðandi Holmes).
Á sunnudaginn á Royal Portrush urðu Koepka, Holmes og allir sem voru með síðustu skipunum út þann dag að berjast við mikinn vind og rigningu, en það breytti því ekki að Koepka sýndi ógeð sitt á leikhraða Holmes allan hringinn (sjá m.a mynd í aðalmyndaglugga).
Eftir hringinn gerði Koepka sitt besta til þess að brjálast ekki út af leikhraða Holmes, en benti á hvað það væri sem ylli því að hann spilaði hægt.
„Það er það sem ég skil ekki; að þegar komið að honum að slá þá er hanskinn ekki á sínum stað og hann fer þá bara að hugsa um það (að setja hann á) það er þar sem vandinn liggur,“ sagði Koepka. „Það er ekki að þetta taki langann tíma (að setja á sig hanska). Hann gerir ekkert þar til komið er að honum. Það er það sem er mest pirrandi. En hann er svo sem ekki sá eini þarna úti sem gerir þetta.“
Til að bæta gráu ofan í svart átti Holmes einn versta hring sinn sem atvinnukylfingur; lék hringinn á 16 yfir pari, 87 höggum og datt úr 3. sætinu í T-67, var einungis betri en 3 aðrir kylfingar sem náðu 36 holu markinu.
Koepka, hins vegar, lauk hringnum á 3 yfir pari, 74 höggum og varð T-4; lauk hringnum á sama stað og hann hóf hann.
Að vera paraður með einhverjum meðspilara, sem er hægari en maður sjálfur, en nokkuð sem flestir kylfingar kannast við, sem spilað hafa golf um skeið.
Á áhugamannsstiginu er ástæðan oftast sú að sá hægi er byrjandi eða tiltölulega nýbyrjaður í golfinu miðað við þann sem hann er að spila við og þá reynir á innræti þess reyndari.
Sú sem þetta ritar man vel eftir viðbrögðum meðspilara síns á Penina í Portúgal í „golfveisluferð“ við hægum leik hennar, en þá var hún nýbyrjuð í golfi; Meðspilarinn reif pirruð upp flaggið, þegar komið var að holu og bjóst til þess reka það í gegnum hana, vegna hægagangs í leik. Svona getur æsingurinn orðið við hægu spili kylfings. Flestir, sem spilað hafa golf um skeið, eiga einhverja reynslusögu á borð við þessa. Það sem greinarhöfundur man líka vel eftir er að golfkennararnir, sem voru að fylgjast með leiknum, settu ofan í við meðspilarann ekki síður en byrjandann; því það að sýna jafnaðargeð út á velli er einnig hluti af leiknum (reyndar partur af siðareglunum) og það er það, sem gerir góðan kylfing, frábæran. Farið vel að byrjendum í golfi!!!
Það góða við áhugamanninn, sérstaklega ef hann er nýbyrjaður, er að leikur hans og leikstíll á eftir að mótast.
Það sama verður ekki sagt um atvinnumenn, á borð við JB Holmes, sem virðast telja hægaganginn hluta af rútínu sinni. Spurning hvort þeim er viðbjargandi? Þeir hafa náð þeim stað í leiknum þar sem þeir vilja hafa hlutina eins og þeim sýnist, óháð áliti meðspilara eða annarra og eins og sannast á þessu dæmi er það einnig oft látið óátalið.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024