Kona kenndi GPS tækinu um að hún keyrði bíl sínum í sandglompu
Kona nokkur keyrði inn á golfvöll og ofan í sandglompu. Þegar lögreglan mætti á svæðið sagði hún að GPS tækið sitt hefði gefið upp ranga staðsetningu og því hefði farið sem fór. Lögreglan sagði að konan hefði verið drukkin undir stýri.
Patricia Maione var haldið gegn $ 10.000,- tryggingu eftir að hún sagðist saklaus af því m.a. að keyra án ökuréttinda og í 4. sinn ölvuð undir stýri.
Yfirvöld segja konuna, 47 ára, hafa fest sig í sandglompu Whitinsville Golf Club í Northbridge, Massachusetts sl. mánudag. (Komast má á heimasíðu golfklúbbsins með því að SMELLA HÉR: ) Hún sagði að skv. GPS tækinu hefði hún hlotið leiðbeiningu um að taka vinstri beygju, en með því að gera svo hefði hún endað á golfvellinum. Annað kostulegt sem konan sagði við handtöku var að hún kynni ekki einu sinni við golf!
Í upprunalegu fréttinni í Telegram & Gazette segir m.a. að lögregla hafi fundið ílát með áfengi í bíl hennar.
Það voru kylfingar að leik á golfvellinum en enginn slasaðist við glannaakstur frú Maione.
Heimild: Stuff.co.nz
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024