Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2022 | 23:00

KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!

KPMG PGA Women’s Championship risamótið fór fram í Congressional Country Club, í Bethesda, Maryland, dagana 21. – 26. júní 2022 og lauk nú í dag.

In Gee Chun frá S-Kóreu er sigurvegari mótsins.

Sigurskorið var samtals 5 undir pari (64 69 75 75).

Öðru sæti deildu hin ástralska Minjee Lee og Lexi Thompson frá Bandaríkjunum, en báðar voru einu höggi á eftir Chun, þ.e. á samtals 4 undir pari, hvor.  Enn öðru höggi á eftir í 4. sæti varð hin thaílenska Atthaya Thitikul, á samtals 3 undir pari.

Chun hlaut 1,35 milljónir bandaríkjadala fyrir sigurinn (u.þ.b. 183.6 milljónir íslenskra króna), sem er hæsta verðlaunafé í kvennagolfinu til þessa.

Sjá má lokastöðuna á KPMG PGA Women´s Championship með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: In Gee Chun hefir ástæðu til að brosa breitt.