Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2016 | 12:00

Kristófer Karl lauk keppni T-15 og Sigurður Arnar T-13 á Orange Bowl

Orange Bowl eða Doral-Publix Junior Golf Classic er vandað unglingamót, eitt stærsta sinnar tegundar. Yfir 690 unglingar frá 45 ríkjum víðsvegar úr heiminum keppa árlega í mótinu, sem er skipt í 4 flokka. Þátttakendur verða ekki aðeins að vera góðir kylfingar heldur einnig góðir námsmenn. Sigurvegarar í flokki 16-18 ára frá nöfn sín grafinn í sigurbikar sem afhentur er.

Meðal sigurvegara í Orange Bowl undanfarin ár eru t.a.m. Lexi Thompson, sem nú spilar á LPGA og Romain Wattel, sem spilar á Evróputúrnum.

Mótið fór nú í ár, líkt og undanfarin ár, fram í Miami, Flórída, dagana 21.-23. desember 2016 og var lokahringurinn spilaður Þorláksmessu.

Tveir íslenskir kylfingar tóku þátt í mótinu að þessu sinni í flokki 14-15 ára,  Kristófer Karl Karlsson, GM og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG.

Sigurður Arnar lauk keppni T-13 eftir að hafa verið T-3 á deginum þar áður. Hann varð sem sagt í 13. sæti sem hann deildi með bandaríska kylfingnum John Updike.  Vonbrigði þetta fyrir Sigurð Arnar en hann átti óvenjuslæman lokahring upp á 83 högg, sem varð til þess að hann rann niður skortöfluna.  Sigurður Arnar spilaði á samtals 228 höggum  (72 73 83) en eins og sjá má er 10-11 högga sveifla milli 1.-2. hrings hans og lokahrings hans.

Kristófer Karl spilaði á samtals 229 höggum (78 71 80) og varð T-15 þ.e. varð í 15. sæti sem hann deildi með 2 öðrum kylfingum: bandaríska kylfingnum William Howenstein og Mickael Najmark frá Frakklandi.

Sigurvegari í flokki 14-15 ára stráka varð Michael Thorbjornsen frá Wellesley í Bandaríkjunum en hann lék á samtals 214 höggum (71 71 72) og má sjá að ef 3. hringur Sigurðar Arnars hefði verið svipaður og e.t.v. aðeins betri og á fyrstu keppnisdögunum hefði hann auðveldlega blandað sér í  toppbaráttuna!

Sjá má lokastöðuna í flokki Kristófer Karls og Sigurðar Arnars – 14-15 ára stráka – með því að SMELLA HÉR: