Kuchar biðst afsökunar
Bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar hefir sent frá sér afsökunarbeiðni vegna framkomu sinnar við staðbundinn kylfusvein sinn í Mexíkó, sem fannst að hann hefði verið snuðaður um hluta sinn af sigurtékka Kuchar í PGA móti í Mayakoba í Mexíkó, í nóvember 2018, sem Kuchar tók þátt í og þar sem hann, David Ortiz, var kylfusveinn Kuchars. Kuchar tjáði sig um atvikið, þar sem hann m.a. bar tilbaka að kylfusveinn sinn hefði verið snuðaður, vísaði til samnings sem þeir hefðu gert fyrir mótið og þess sem Ortiz hlyti venjulega í laun.
Reglulegur kylfusveinn PGA Tour kylfings getur vænst þess að hljóta 10% af árangurstékka kylfingsins, sem hann ber kylfurnar fyrir.
Ortiz, sem vinnur í El Camaleon golfklúbbnum á Playa del Carmen, þar sem mótið fór fram og gengur undir nafninu „El Tucan“ fær $ 200 í dagslaun og þar með $1400 ef hann vinnur alla daga vikunnar og þar með $ 5600 í mánaðarlaun, miðað við að unnið sé alla daga mánaðarins.
Kuchar sagðist hafa samið við Ortiz að hann bæri kylfur sínar í Mayakoba Classic mótinu í 4 daga fyrir $ 4000 og að hann hlyti $ 1000 í bónus ef Kuchar sigraði, sem Kuchar gerði, en þetta var fyrsti sigur hans á PGA Tour í 4 ár. Í sigurlaun hlaut Kuchar $1.260.000,- Ortiz voru greiddir umsamdir $ 5,000,-
Eftir sigurinn fannst Ortiz þeir $5.000,- of lítil greiðsla miðað við hvað reglulegur kylfusveinn hefði hlotið, en sá hefði fengið $126.000,- Hann kvartaði en Kuchar neitaði að borga; sagði að þeir hefðu samið og samingar ættu að standa og vísaði opinberlega til þess sem Ortiz hlyti venjulega í laun. Teymi Kuchars bauð Ortiz síðan $ 15.000,- í aukabónus, sem hefði fært 4 daga vinnulaun mexíkanska verkamannsins upp í $ 20.000,- Ortiz neitaði og krafðist $ 50.000,- sem er minna en helmingur þess sem reglulegi kylfusveinn Kuchar, John Wood, hefði fengið en sá gat ekki verið í mótinu. Eftir að málið var blásið upp í fjölmiðlum ákvað Kuchar að greiða Ortiz það sem upp á vantaði í kröfu Ortiz um $ 50.000,- eða $ 45.000,- og sendi frá sér fréttatilkynningu, þar sem hann m.a. biðst afsökunar á að hafa ekki gert það fyrr. Auk þess sagðist hann ætla að styrkja góðgerðarverkefni á því svæði í Mexíkó, þar sem mótið, sem hann sigraði í, fór fram.
Í fréttatilkynningunni frá Kuchar sagði m.a.:
„Í þessari viku viðhafði ég athugasemdir sem voru úr samhengi og óviðunandi og gerðu slæmt ástand verra. Þær (athugasemdirnar) mátti túlka svo að ég hefði gert lítið úr David Ortiz (mexíkanska kylfusveininum) og fjárhagsstöðu hans, sem var ekki ætlun mín. Ég fór aftur yfir þær athugasemdirnar og féll allur ketill í eld. Þetta er ekki sá sem ég er eða það sem ég stend fyrir. Á öllum ferli mínum á Túrnum (PGA Tour) hef ég reynt að sýna virðingu og jákvæðni. Í þessu máli hef ég ekki hef ég ekki fylgt þeim gildum og væntingum, sem ég ber til sjálfs mín. Ég olli sjálfum mér, fjölskyldu minni, félögum mínum og þeim sem eru nákomnir mér, vonbrigðum, en einnig olli ég David vonbrigðum. Ég ætla að hringja í David í kvöld, eitthvað sem ég hef beðið með allt of lengi, til þess að biðjast afsökunar á þeirri stöðu sem hann hefir verið settur í og ég hef gengið úr skugga um að hann hefir fengið að fullu það, sem hann fór fram á.
Ég hef aldrei viljað kasta neinni neikvæðni á Mayakoba Golf Classic mótið. Mér finnst það skylda mín að vera góður fulltrúi fyrir mótið þannig að ég ætla að styrkja mótið fjárhagslega til þess að hægt sé að styrkja mörg þau góðu verkefni, sem í gangi eru til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélögin í Playa del Carmen og Cancún.
Ég vil biðja áhangendur mína og áhangendur golfíþróttarinnar afsökunar fyrir að hafa ekki verið nægilega góður fulltrúi þeirra gilda sem falin eru í þessari ótrúlegu íþrótt (golfinu). Golf er leikur þar sem við köllum viðurlög yfir okkur sjálf, ég hefði átt að gera það fyrir löngu og láta þetta mál ekki fara úr böndum.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024