Kuchar í klandri … aftur
Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem bandaríski PGA Tour kylfingurinn Matt Kuchar er í leiðindaklandri og í miðpunkti deilu.
Það verður að segjast eins og er að það rjátlast stöðugt af „góða gæja“ orðpori Kuchar.
Fyrst var það deilan um hlutinn sem hann greiddi mexíkönskum kylfusveini sínum eftir sigur á Mayakoba Classic á sl. ári. Sjá umfjöllun Golf 1 um það t.d. með því að SMELLA HÉR: og SMELLA HÉR:
Síðan lenti hann í útistöðum við Sergio Garcia, á WGC-Dell Technologies heimsmótinu í holukeppni um hvort gefa mætti bolta. (Reyndar hefir Garcia átt stórkostlegt ár geðluðra í ár!)
Á árinu reyndi Kuchar einnig að sannfæra dómara að hann ætti frídropp á Memorial, þegar ekkert var til í því.
Og nú er Kuch aftur í fréttum aftur, í þetta sinn vegna þess að svo virðist sem hann hafi reynt að bæta legu sína í bönker á 2. hring Porsche European Open, sem fram fer á Green Eagle golfvellinum í Hamborg.
Sjá má atvikið með því að SMELLA HÉR:
Félagsmiðlar hafa verið rauðglóandi út af nýjasta klandri Kuchar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024