Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2012 | 23:28

Kylfingar 19. aldar: nr. 29 – Abe Mitchell

S.l. sunnudag hófst hér á Golf 1 ný greinaröð 10 smásagna eftir PG Wodehouse eins ástsælasta enska rithöfundar á framanverðri 20. öld.  Wodehouse myndi örugglega finnast skrítið að leitarvél á netinu heiti í höfuðið á einni þekktustu sögupersónu hans, þjóninum Jeeves.

Sögurnar eftir Wodehouse sem sagðar verða hér á hverjum næstu 9 sunnudaga, (en sú fyrsta birtist reyndar aftur hér til upprifjunnar, samhliða þessari grein) eru úr golfsmásagnabók hans (annarri af tveimur) sem heitir The Clicking of Cuthbert.  Í fyrstu sögunni sem ber sama heiti og bókin koma tveir af þekktustu kylfingum Breta við sögu: Abe Mitchell og Harry Vardon.  Harry Vardon var einskonar Tiger síns tíma og Mitchell þótti feykigóður.

Í fyrra, fyrir tæpu ári, þegar Golf 1 hóf göngu sína, var ein fyrsta greinaröðin hér á vefnum um kylfinga 19. aldar. Þeir kylfingar voru skilgreindir sem 19. aldar kylfingar ef þeir voru fæddir á 19. öld og birtust 28 greinar um 19. aldar kylfinga. Hér verður 2 ofangreindum kylfunum bætt við í greinaröðina og haldið áfram með hana. Í kvöld verður Abe Mitchell kynntur.

Abe Mitchell

Henry Abraham (Abe) Mitchell fæddist 18. janúar 1887  í East Grinstead, Sussex og dó 11. júní 1947, aðeins 60 ára að aldri.
Hann varð í 2. sæti á  Amateur Championship, 1912; tapaði fyrir  John Ball á 2. holu í bráðabana. Hann var ágætis áhugamaður og spilaði fyrir land sitt gegn Skotum 1910 þegar Englendingar unnu og hann vann the Golf Illustrated Gold Vase tvisvar, á árunum 1910 og 1913, og spilaði í tveimur Opnum breskum risamótum, áður en hann varð atvinnumaður 1913.  Hann var félagi í Sonning Golf Club í Berkshire.

Mitchell sigraði í mörgum golfmótum í Bretlandi og var oft á keppnisferðalagi í Bandaríkjunum, þar sem hann vann tvisvar og tók 3 sinnum þátt í Opna bandaríska. Hann var í forystu þegar Opna breska var hálfnað 1920 áður en leikur hans féll á 3. hring þegar hann skilaði sér í hús á 84 höggum og var 4 höggum á eftir sigurvegaranum, George Duncan, sem hafði verið 13 höggum á eftir forystunni eftir 2 hringi.

Mitchell var einkagolfkennari Samuel Ryder frá árinu 1925 í Verulam Golf Club, St Albans.

Mitchell átti að vera spilandi fyrirliði breska liðsins í fyrsta Ryder Cup mótinu sem haldið var 1927, en komst ekki til Bandaríkjanna vegna botnlangabólgu. Hann spilaði í næstu 3 Ryder Cup keppnum árin  1929, 1931, og 1933.

Mitchell var á lægsta skorinu á Opna breska á St. Andrews árið 1933 og skor upp á 68 tryggði honum Tooting Bec Cup.

Mitchell varð 8 sinnum meðal 10 efstu í þeim 17 skiptum sem hann tók þátt í Opna breska.

Mitchell var heiðraður af félögum sínum þegar þeir kusu hann PGA Captain 1933/34.

Mitchell dó skyndilega og allt of fljótt í St. Albans, á England, 60 ára að aldri.

Hér er listi yfir 13 af þeim 19 mótum, sem Abe Mitchell vann. Þau eru eftirfarandi:

  • 1919 News of the World Match Play
  • 1919 British Open „Victory Open“ St Andrews (joint winner with George Duncan)
  • 1920 News of the World Match Play, Kent Championship
  • 1921 Gleneagles Tournament
  • 1922 Gleneagles Tournament, Southern Open (United States, tie with Leo Diegel)
  • 1924 Miami Open (United States), Evening Standard Moor Park
  • 1925 Northern Professional Championship, Evening Standard Tournament
  • 1926 Evening Standard Tournament, Roehampton Invitation
  • 1927 Roehampton Invitation
  • 1928 Roehampton Invitation
  • 1929 News of the World Match PlayIrish Open
  • 1932 Bristol Evening World
  • 1937 Dunlop Southport Tournament

Heimild: Wikipedia