Kylfingar 19. aldar – Nr. 2 Tom Morris yngri – II. hluti af 3
Ungur meistari
Tom Morris yngri spilaði í fyrsta sinn á Opna breska 14 ára, árið 1865, stóð sig ágætlega en hætti og lauk því ekki keppni. Hann varð í 9. sæti árið 1866, 18 höggum á eftir sigurvegaranum og 1867 var Tom yngri í 4. sæti á Opna breska. Sama ár ferðaðist hann til Carnoustie til þess að taka þátt í opnu móti sem laðaði að sér 32 keppendur, en það var stærsta mót sem sést hafði á þeim tíma. Tom Morris yngri, þá 16 ára, deildi 1. sætinu með Willie Park eldri (sem átti eftir að sigra 4 sinnum á Opna breska) en vann Willie og Bob Andrew síðan í umspili. Með þessum sigri hlaut hann í fysta sinn almenna eftirtekt og virðingu.
Skotlandsmeistari
Tom yngri vann Opna breska árin 1868, 1869, 1870 og 1872 (en mótið var ekki haldið 1871. Engum öðrum hefir síðan tekist að sigra 4 sinnum á Opna breska í röð. Öll mótin voru haldið í Prestwick Golf Club, á vellinum þar sem Tom yngri lærði að spila golf.
Þegar Tom yngri sigraði Opna breska 17 ára var hann yngsti sigurvegari risamóts í sögu golfsins og það er met sem enn stendur. Árið 1868 fór hann fyrstu skráðu holu í höggi ekki aðeins á Opna breska heldur hvaða móti sem er, þ.e. á 8. braut í Prestwick, þar sem hann setti niður 166 yarda (152 metra) högg. Árið 1869 varð pabbi hans í 2. sæti á eftir honum, sem er einstakt á Opna berska.
Tom Morris yngri var gefið sigurbeltið í Opna breska til eignar, eftir 3. sigurinn í rö, en beltið var búið til úr rauðu leðri frá Marokkó, með golfsenu grafna í risasilfursylgju framan á. Hin fræga Claret Jug var fengin fyrir mótið 1873 og nafn Tom Morris yngri er það fyrsta sem grafið var á dolluna, þar sem hann sigraði 1872.
Þegar hann sigraði Opna breska 1870 hóf hann mótið með því að ná 3 höggum á par-6 holu, sem var 578 yarda (528,5 metra) löng, og notaði til þess hickory skaft og gutty bolta og setti niður 200 yarda (183 metra) langt högg; og að gefnum þeim fjarlægðum sem hægt var að slá með tækjabúnaði þess tíma þá er líklegt að hér sé um fyrsta albatross sögunnar að ræða – reyndar hafði hugtakið par ekki verið fundið upp þegar hér var komið sögu. Skor Tom Morris yngri í Opna breska 1870 var upp á 47 högg á 12 holu Prestwick golfvellinum og var fyrsti hringur nokkurns staðar í heiminum, sem var að meðaltali undir 4 höggum per holu.
Tom Morrisarnir, faðir og sonur, kepptu oft sem félagar í mótum þar sem peningar voru lagðir undir og þeir unnu oftast þótt árangurinn dalaði eftir að Old Tom Morris varð 50 ára, þar sem hann átti þá oft í vandræðum með púttin sín.
Tom Morris yngri ferðaðist líka um Skotland og hluta Englands, bæði einn og ásamt félaga sínum David Strath og héldu þeir golfsýningar af eigin rammleik, án opinberrar heimildar og var þetta í fyrsta skipti sem það var gert. Hlutu Tom og David nokkra gagnrýni fyrir þetta, þar sem þeir gengu gegn hefðbundnum strúktur keppa þess tíma. Þeir voru líka fyrstu kylfingarnir til þess að krefjast fyrirframgreiðslu fyrir þátttöku í mótum, en fram að því höfðu kylfingar verið komnir upp á náð mótshaldara og háð skori þeirra í mótinu. Morris veðjaði líka við félaga og aðra í St. Andrews um að hann gæti skorað undir ákveðnum standard sem settur var á Old Course á St. Andrews og vann veðmálið 7 sinnum í röð. Þetta form veðmála var líka nýjung á þessum tíma.
Setti vallarmet á Old Course
Tom Morris yngri setti vallarmet á Old Course í St. Andres þegar hann bætti það fyrra um 2 högg, skoraði 77. Það var þegar hann vann í umspili gegn stjörn Musselburgh, Bob Fergusson, árið 1869 í St Andrews Professional Tournament;
Þetta skor var síðan vallarmet á Old Course í 20 ár. Fyrra met, upp á 79 högg (fyrst sett 1858) áttu pabbi hans Old Tom Morris og Allan Robertson.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024