Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2011 | 20:00

Kylfingar 19. aldar: Nr. 2 Tom Morris yngri – III. hluti af 3

Leikstíll

Tom Morris yngri var u.þ.b. 1,75 á hæð grannholda og sterklegur með mjög sterka úlnliði.  Hann greip um kylfuna með hendur u.þ.b. fingursvídd í sundur; en þetta var algeng tækni þess tíma. Hann var með langa baksveiflu og sveiflaði hart í flestum lengri höggunum, en hélt eftir nokkrum kraftbirgðum. Högg hans voru venjulega lág til meðalhá og náðu yfir langa vegalengd samanborið við flesta þá sem hann keppti við; þessi tækni hélt boltanum í leik, kom í veg fyrir vandræði og var góð lausn þegar það var mjög hvasst.  Hann var meðal fyrstu kylfinga til þess að móta boltaflugið (ens. shape shots) þannig að boltinn flaug í kúrvu, en það bauð upp á strategíu í höggum. Hann fann upp ný not fyrir hjólfara járnið (ens. rut iron), en það var kylfa sem ætluð var að ná boltum upp úr förum sem kerrur skildu eftir sig, en það var ekki óalgeng staða á dögum áður en farið var að hirða golfvelli (með þeim hætti sem við þekkjum í dag). Tom Morris yngri notaði hjólfarajárnið á sama hátt og sandwedge, sem pitch kylfu fyrir stutt aðhögg, til þess að slá há högg yfir hindranir, og stundum lentu boltarnir með bakspuna, sem var enn önnur nýjung. Þetta var erfitt högg sem krafðist mikillar hæfni. Fyrir þann tíma, þá var rennslið inn á flatir (ens. pure running approach) eða chipp-og rennslis aðferðin (ens. chip-and-run) þær sem venjulega voru notaðar.  Hann notaði niblick járnið (sem svipar til nútíma 9-járns) í svipuðum tilgangi; járnaspilið þróaðist umtalsvert vegna hans og tók samkeppnin það upp eftir honum.  Tom Morris yngri var líka afbragðs púttari og chippari og gaf öllum boltum færi og vann margt á því að setja beint ofan í. Einn golfsagnfræðingur ritaði að Tom Morris yngri missti færri pútt en nokkur kylfingur sem hann hefði séð til. Púttaðferð hans var óvenjuleg, hann tók sér opna stöðu og spilaði boltann mjög nálægt hægra (aftur) fæti. Tom Morris yngri hafði góða stjórn á golfleiknum, og valdi háprósentu högg og leiðir, fram yfir hættumeiri leiðir (sem var líkt leikstíl föður hans Old Tom Morris).  Tom Morris yngri var fær um að spila vel eftir því sem pressan jókst. Þegar hann var í formi var leikur hans fullkominn og án nokkurra veikleika. Hann var fyrsti kylfingurinn í þessum flokki og einn af örfáum í sögu golfsins.

Einkalíf og dauði

Í holukeppni snemma í septembermánuði 1875 í Norður-Berwick þar sem Morris-feðgar öttu kappi við bræðurna Willie og Mungo Park fékk Tom Morris yngri skeyti að heiman, þar sem þess var beiðst að hann sneri heim þá þegar vegna þess að ófrísk eiginkona hans, Margaret Drinnen væri að fara í gegnum erfiða fæðingu. Aðeins 2 holur voru eftir af leiknum; Morrisarnir kláruðu leikinn, unnu og hröðuðu sér heim yfir Firth of Forth og upp með ströndinni, en þegar Tom Morris yngri kom þangað voru bæði kona hans og nýfætt barn dáið.  Talið er að hjarta Tom Morris yngra hafi brostið og hann dó 4 mánuðum síðar á jóladag – hann var aðeins 24 ára. Hjartaáfall var opinber dánarorsök; Tom Morris yngri hafði hins vegar spilað í maraþon holukeppni, þar sem fé var lagt undir í slæmu veðri og það gæti hafa veikt hann.

Arfleifð

Tom Morris yngri innleiddi gríðarlegar golfnýjungar og reisti standard golfleiksins umtalsvert og þetta ásamt aggressívri framför á eiginn hæfileikum leiddi til gífurlegrar aukningar á vinsældum golfsins meðal áhorfenda. Sumir keppna hans drógu að þúsundir áhorfenda hvaðanæva úr Skotlandi. Slíkur var áhuginn að stærstu dagblöð í London og tímarit sendu fréttamenn til Skotlands – sem er 400 mílu leið í lest til þess að fjalla um keppnir hans á árunum kringum 1870. Þó Tom Morris yngri hafi unnið háa prósentutölu af keppnum sínum og mótum, sem hann tók þátt í, þá tókst honum að draga úr illindum meðal keppenda, sem urðu að bæta leik sinn til þess að vera samkeppnishæfir. Hann var vingjarnlegur og virtur víða.

Tom Morris yngri var talinn vera 14. besti kylfingur allra tíma í könnum sem var birt í Golf Magazine í september 2009.  Hann var einn af þessum topp kylfingum, hvers karríer var allur á 19. öldinni (og því svo sannarlega 19. aldar kylfingur). Í sömu könnun var pabbi hans, Old Tom Morris talinn vera 19. besti kylfingur allra tíma.