Kylfingar 19. aldar: nr. 8 – Thomas Dunn – fyrri grein –
Thomas Dunn fæddist í Blackheath, London, 1850 og dó í Blagdon, Somerset 1902, aðeins 52 ára. Tom lærði kylfusmíði hjá föður sínum Willie Dunn eldri í Musselburg og þjálfaði yngi bróður sinn Will Dunn yngri, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á þróun golfíþróttarinnar. Tom hóf atvinnumannsferil sinn í North Berwick 1869. Næsta ár flutti hann sig um set til London Scottish Club í Wimbledon og 1871 starfaði hann með föður sínum, Willie Dunn eldri á Leith Links, þar sem þeir bjuggu og störfuðu á Vanburgh Place nr. 7.
Tom Dunn kvæntist Isabellu Gourlay og þau fluttust til Tooting Bec golfklúbbsins í Southwark, London, þar sem börnin þeirra voru í Peckham grunnskólanum. Árið 1882 sneru þau aftur til North Berwick þegar Seymour Gourlay Dunn fæddist. Skv. fæðingarvottorði fæddist Seymour á West Links og þar sem eina byggingin á golfvellinum var vinnustofa föður hans, er bara hægt að álykta að hann hafi fæðst í trébyggingunni við hliðina á 1. teig.
Seymour átti eldri bróður John Duncan Dunn og yngri systur, Norah Eleanor Gourlay Dunn og bjó fjölskyldan í Dunedin Lodge, 60 Forth Street. Börnin voru í North Berwick almenningsskólanum þar til John og Seymour urðu 12 ára, en þá voru þeir sendir í Clydesdale College í Hamilton til þess að halda áfram námi í einkaskóla. John var við nám til 15 ára aldurs og ætlaði að verða læknir, var m.a. í inntökuprófinu í Edinborgarháskóla.
Á þessum tíma greindist Tom Dunn með blóðeitrun og var ráðlagt að komast til heilsu hlýju loftslagi Suður-Frakklands. John var falið að líta eftir bissnessnum í North Berwick þar til faðir hans, Tom Dunn sneri aftur
Trékylfuverskstæðið á West Links í North Berwick var rifið 1887 og ný bygging sem Tom Dunn hannaði reist. Í henni var verkstæði og stórt aðliggjandi herbergi með búningsskápum til útleigu, sem Tantallon golfklúbburinn notaði fyrir fundi sína. Byggingin er í dag golfverslun við hliðina á 1. teig. Á vetrarmánuðunum í Frakklandi hannaði Tom Dunn golfvellina Dinard á Bretagne skaga (1887) og Biarritz (1888).
Árið 1889 fór Tom Dunn til Frakklands án þess að segja flatarnefndinni í golfklúbbnum frá því og að í fjarveru hans hefði sonur hans John Dunn tekið við skyldum föður síns. Nefndin fékk líka kvartanir að Tom Dunn hefði vanrækt skyldur sínar og þegar nefndin fékk beiðni frá Tom Dunn um að hús hans yrði málað og veggfóðrað, þá þótti það síðasta hálmstráið og hann var rekinn. Hann sendi nefndinni bréf þar sem hann reyndi að skýra að fjarvera hans væri vegna veikinda, en virðist sjálfur sjá í lok bréfsins að það sé ekki til neins. Klúbburinn þakkaði Tom Dunn fyrir samstarfið og gaf honum aukalega £20 við starfslok.
Heimild: North Berwick Factfile
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024