Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2014 | 01:00

Kylfingurinn Gylfi Þór Sigurðsson tilnefndur til titilsins íþróttamaður ársins 2014

Sam­tök íþróttaf­rétta­manna hafa tilnefnt 10 einstaklinga sem urðu í efsta sæti í kjöri á íþróttamanni ársins 2014.

Það var knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, sem hlaut titilinn 2013, en hann er einnig liðtækur kylfingur, bróðir Ólafs Más Sigurðssonar, klúbbmeistara GR 2013.

Útnefning fer fram laugardaginn 3. janúar og þá skýrist hvort Gylfi Þór verður íþróttamaður ársins annað árið í röð.

Eftirfarandi 10 urðu í efsta sæti í kjöri á íþróttamanni ársins:

Aron Pálm­ars­son, hand­knatt­leik­ur
Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir, sund
Guðjón Val­ur Sig­urðsson, hand­knatt­leik­ur
Gylfi Þór Sig­urðsson, knatt­spyrna
Haf­dís Sig­urðardótt­ir, frjálsíþrótt­ir
Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir, sund
Jón Arn­ór Stef­áns­son, körfuknatt­leik­ur
Jón Mar­geir Sverris­son, sund fatlaðra
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, knatt­spyrna
Sif Páls­dótt­ir, fim­leik­ar

Eftirfarandi lið eru tilnefnd til liðs ársins 2014: 
Knatt­spyrnu­landslið karla
Körfuknatt­leiks­lands­lið karla
Meist­ara­flokk­ur karla Stjörn­unn­ar í knatt­spyrnu
Eftirfarandi þjálfarar eru tilnefndir til titilsins „Þjálf­ari árs­ins“: 
 
Al­freð Gísla­son
Heim­ir Hall­gríms­son
Rún­ar Páll Sig­munds­son