Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2012 | 20:20

Landslið Íslands fyrir HM í golfi valið

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið samkvæmt afreksstefnu Golfsambandsins sex kylfinga til að leika fyrir Íslands hönd á HM karla og kvenna.  Heimsmeistaramótið verður haldið verður í Tyrklandi í haust en leikið verður á Gloria Golf Resort (Old og New course) í Antalya í Tyrklandi.

HM kvenna Espirito Santo Trophy fer fram dagana 27.-30. september, liðið skipa þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR, stigalisti Eimskips-mótaraðarinnar,  Valdís Þóra Jónsdóttir GL, heimslisti áhugamanna og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, val landsliðsþjálfara.

HM karla Eisenhower Trophy fer fram dagana 4.-7. október, liðið skipa þeir Haraldur Franklín Magnús GR, stigalisti Eimskipsmótaraðarinnar,  Axel Bóasson GK, heimslisti áhugamanna og  Rúnar Arnórsson GK, val landsliðsþjálfara.