Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2018 | 10:00

Laura Davies í sögubækurnar

Hin aðlaða Dame Laura Davies—einn af bestu kvenkylfingum Englands — er ánægð með tækifærið á að verða fyrsti kvenkylfingurinn til þess að keppa á Staysure Tour móti—en það er heiti fyrrum European Senior Tour— þ.e. öldungamótaraðar Evróputúrsins.

Það mun gerast þegar hún tíar upp á  Shipco Masters sem fram fer í  Simon´s golfklúbbnum í Kvistgård, rétt hjá Helsingør, 40 km norður af Kaupmannahöfn, 1.-3. júní n.k.

Maður fær aðeins eitt tækifæri til þess að vera sú fyrsta og þetta er rétti tíminn,“ sagði Laura. „Ég er mjög þakklát Staysure Tour fyrir að vera svona framfara-sinnaðir og keppendum á mótaröðinni, sem stutt hafa ákvörðunina og framkvæmdaaðilum Simon´s golfklúbbsins, sem buðu mér,“ sagði Laura ennfremur.

Ég var búin að skuldbinda mig til að spila í mótinu á síðasta ári, en ég hef bara orðið spenntari fyrir þessu og sérstaklega er hvetjandi hinn aukni fjöldi tækifæra fyrir karl- og kvenkylfinga til að spila í sömu mótum. Þetta er mitt tækifæri og ég vonast til þess að sjá fleiri tækifæri í framtíðinni í allskyns formum golfleiks.“

Davies er ofurkylfingur í atvinnugolfinu. Hún hefir orðið í efsta sæti LET stigalistans í  7 skipti, sem er met – og hún hefir sigrað á mótaröðinni a.m.k. tvisvar á sérhverjum af síðastliðnum 3 áratugum. Hún hefir sigrað 4 sinnum á risamótum kvennagolfsins og hefir á ferli sínum alls sigrað í 86 atvinnumannamótum. Hún er m.a. fyrsti kvenkylfingurinn utan Bandarískjanna til þess að verða efst á peningalista LPGA.

Á The Shipco Masters presented by Simon’s Club er epískur hópur karlkylfinga, sem keppa, þ.á.m. fyrrum fyrirliðar Ryder Cup þeir Paul McGinley, José María Olazábal, Colin Montgomerie og Ian Woosnam.

Auk fyrirliðanna eru 11 aðrir fyrrum liðsmenn Ryder Kup þ.e.: Peter Baker, Gordon Brand Jnr, Eamonn Darcy, David Gilford, Barry Lane, Philip Price, Ronan Rafferty, Costantino Rocca, Jarmo Sandelin, Des Smyth, og Philip Walton.

David MacLaren, sem er í forsvari fyrir Staysure Tour var ánægður þegar Davies staðfesti þátttöku sína.

Það að Dame Laura taki þátt í mótinu er heiður fyrir Staysure Tour.“

Hún hefir verið ein af golfhetjum mínum frá árinu 1996 og þetta er annað dæmi um að Evróputúrinn og  Staysure Tour hafa verið undirbúin fyrir nýjungar og við hlökkum til að laða fleiri að golfleiknum.“

Simon’s golfklúbburinn heldur upp á  25 ára afmæli sitt á árinu og þetta er einnig í fyrsta sinn sem Öldungamótaröð Evrópu snýr aftur til Danmerkur frá árinu 2007.