Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 14:00

Lee So-young sigraði í golfi á Olympíuleikum ungmenna

Olympíuleikar ungmenna fara fram í Nanjing í Kína um þessar mundir. Sjá link inn á úrslit á Ólympíuleika ungmenna með því að SMELLA HÉR: 

Framtíðin virðist björt hjá Suður-Kóreu hvað varðar kvennagolfið á Olympíuleikunum en sigurvegari á Ólympíuleikum ungmenna var einmitt Lee So-young, frá Suður-Kóreu sem sigraði í dag í Zhongshan International Golf Club.

Sigurinn var So-young eftir glæsilegan lokahring hennar upp á 65 högg.

So-young mun einnig spila á Asíuleikunum, í Incheon, í Seúl í næsta mánuði.

„Þegar ég var lítil dreymdi mig alltaf um að fá að taka þátt í Asíuleikunum, en ekki Ólympíuleikunum.  Í næsta mánuði spila ég í Asíuleikunum, þannig að draumur minn rætist,“ sagði Lee So-young ánægð, en þetta er nafn í golfinu, sem við eigum eflaust eftir að heyra meira um í framtíðinni og ekki ólíklegt að hún verði eftir frammistöðu sína í dag í Ólympíuliðinu eftir 2 ár í Brasilíu!!!