Lee Westwood: „Við fáum borgað of mikið samanborið við lögreglu, kennara og hjúkrunafræðinga“
Lee Westwood er sá fyrsti til að fara fram úr 25 milljón punda (4 billjón ísl. króna) markinu í verðlaunafé. Í viðtali við Independent s.l. sunnudag sagði Westy m.a.: „Það er ekki slæmt fyrir strák frá Worksop.“ Fólk frá þessum litla bæ í Notthinghamskíri, sem Westy er frá, er með báða fætur á jörðinni og það hefir nú alið son, sem er meðal fremstu og hæstlaunuðu íþróttamanna Bretlands.
„Mér fannst ég eiga gott ár þegar ég var í 45. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar og vann mér inn £125,000,“sagði hann, þegar hann horfði aftur til ársins 1994. „Mér fannst ég eiga góða fyrstu viku þegar ég vann mér inn £2,500 á Madeira. Eftir þetta keypti ég mér bíl sem ég hafði í raun ekki efni á – silfurlitaðan Vauxhall Calibra. Ég var tvítugur og held að tryggingarnar fyrir bílnum hafi verið dýrari en sjálfur bíllinn.“ Vauxhallinn hefir nú verið seldur.
Síðar í viðtalinu sagði Westy svo: „Við spilum fyrir óheyrilegar fjárhæðir, það er án nokkurs efa og ég hef alltaf lagt áherslu á hversu gæfusamir við erum,“ sagði hann. „Ég held að við fáum borgaðan of mikinn pening… samanborið við lögregluna, kennara og hjúkrunarfræðinga. En gerið síðan samanburð á okkur og fótboltaköppum. Ég held að það sé aðeins hægt að réttlæta upphæðirnar sem við fáum með því að þegar kylfingar eiga slæman dag fáum við ekkert greitt en þegar vel gengur fáum við mikið greitt. Það er hluti af pressunni. Við erum ekki á föstum launum.“
Heimild: Úr viðtali Indipendent við Lee Westwood.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024