Lee Westwood í 1. sæti í Thaílandi – spilaði á glæsilegum 60 höggum!
Í dag hófst í Amata Spring Golf & Country Club í Chonburi, Thailand Golf Championship. Keppt er um $1 milljón í verðlaunafé en þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið og það er jafnframt lokamót á Asíumótaröðinni.
Eftir 1. dag er það Englendingurinn Lee Westwood sem leiðir. Hann var á -7 undir pari, 29 höggum, fyrri 9 og fékk síðan 5 fugla á seinni 9 og skilaði sér í hús á glæsilegum 60 höggum, samtals -12 undir pari. Þetta er besta skor Lee Westwood, sem atvinnumanns og vallarmet á golfvelli Amata golfklúbbsins.
John Daly kann vel við sig í Thaílandi. Hann var í dag með mikinn aðdáanda sinn í holli, þar sem er thaílenski strákurinn Kiradech Aphibarnrat, líka kallaður John Daly, Asíu, en gaman hefir verið fyrir Thaílendinga að sjá þá tvo saman, en þeir þykja hafa mjög svipaða sveiflu. Kiradech hefir verið uppteknari af að fylgjast með goðinu, en að huga að eiginn leik en hann var á sléttu pari í dag 72 höggum, sem skilaði honum 41. sæti sem hann deilir með öðrum.
Já, það er enginn annar en John Daly sem blómstrar við alla þessa hlýju og aðdáun sem honum er sýnd í Thaílandi. Hann vermir 2. sætið eftir 1. dag, spilaði á -7 undir pari, 65 höggum. Og hegðun hans á vellinum… hún var til algerrar fyrirmyndar!
Það sama verður ekki sagt um Sergio Garcia. Hann var með einhverjar geðluðrur vegna þess að ekki gekk sem skyldi hjá honum. Hann sýndi mjög óíþróttamannslega framkomu þegar hann kastaði 5-járninu sínu í tjörn af 8. teig og spurning hvort atvikið fari ekki fyrir aganefnd. Hann spilaði á 76 höggum og deilir 100. sæti ásamt öðrum.
Í 3. sæti á mótinu varð Frakkinn Grégory Bourdy, spilaði á -4 undir pari, 68 höggum.
Af öðrum stjörnum sem þátt taka í Thaílandi mætti nefna að Simon Dyson og Masters risamótssigurvegarinn, suður-afríski Charl Schwartzel deila 5. sætinu með öðrum; spiluðu á -3 undir pari, 69 höggum og hinn japanski Ryo Ishikawa spilaði á -2 undir pari, 70 höggum og er deilir 16. sætinu eftir þennan 1. dag Thailand Golf Championship.
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Thailand Golf Championship smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024