Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 16. 2011 | 09:00

Lee Westwood leiðir þegar Thailand Golf Championship er hálfnað

Lee Westwood fylgdi besta hring ferils síns í gær upp á 60 högg eftir með öðrum glæsihring í dag á golfvelli Amata Springs Golf & Country Club í Chonburi á Thailandi. Hann kom inn í dag á 64 höggum í dag, deildi þessu jafnt þ.e. fékk 4 fugla á fyrri 9 og 4 fugla á seinni 9 á skollafríum hring. Hann er nú samtals á -20 undir pari eftir 2 daga, þ.e. á  124 höggum (60 64) og jafnvel þó nokkrir eigi eftir að ljúka leik er enginn, sem getur náð Lee.

John Daly spilaði á 73 höggum í dag og er samtals búinn að spila á – 6 undir pari, 138 höggum (65 73) og er sem stendur í 3. sætinu, sem gæti breyst eins og áður segir þar sem nokkrir eiga eftir að koma inn. Ljóst er þó að hann verður meðal efstu manna, sem sýnir bara hversu miklir yfirburðir Lee eru í 1. sætinu, en hann er með 14 högga forskot á John Daly.

Til þess að sjá stöðuna á Thailand Golf Championship eftir 2. dag smellið HÉR: