Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2012 | 17:00

Lee Westwood veitt OBE orðan úr hendi Elísabetar Bretlandsdrottningar

Lee Westwood talaði um það hversu stoltur hann var að hljóta OBE (Order of the British Empire) orðuna í  Buckingham Palace og viðurkenndi við það tækifæri að hann hefði verið taugaóstyrkari þar en nokkru sinni úti á golfvelli.

Hinn 38 ára Lee Westwood hlaut viðurkenninguna þegar hann var settur á afmælisheiðurslista Drottningar s.l. júní vegna glæsilegrar frammistöðu hans að verða nr. 1 á heimslistanum.

„Þetta var frábært, einn af bestu dögum lífs míns, þetta var gríðarstór viðurkenning,“ sagði hann við Sky Sports News eftir að veita orðunni viðtöku.

„Sem lítill 12 ára strákur í Worksop at Kilton Forest Golf Club, þá ímyndar maður það sér ekki einu sinni að maður eigi eftir að hljóta orðu úr hendi Drottningar dag einn í Buckingham Palace, þannig að þetta var frábær reynsla.

„Ég er mjög stoltur og að hafa konu mína, foreldra og börn hér er sérstakt og það er gaman að allir geta glaðst og haldið upp á tilefnið.“

Lee upplýsti að hann hefði talað stuttlega við Drottninguna um golf, en hefði reynt að snúa samræðunum að öðrum íþróttum.“

„Hún virtist vita svolítið um golf og ég hef spilað við Prins Andrew þannig að kannski hann hafi sagt henni eitt og annað um það,“ hélt hann (Lee) áfram. „Ég vildi virkilega ræða við hana um kapphlaupshesta en við höfðum ekki tíma í það.“

„Ég viðurkenni að ég svitnaði í lófunum þegar ég var að bíða eftir að kom að mér, það er ekkert eins og að vera á golfvelli þar sem maður er í sínu þægindasviði – þetta að þetta var líka taugatrekkjandi reynsla. En ég er fullur aðdáunar á bresku konungsfjölskyldunni og það sem hún hefir gert fyrir þetta land (England), þannig að var líklega ástæða þess að ég var svona trekktur.“

Talandi um markmið sín, sagði nr. 2 á heimslistanum (Lee Westwood) að það að sigra í fyrsta sinn á risamóti væri enn aðalmarkmið sitt.

„Vonandi sigra ég á risamóti,“ bætti hann við. „Ég er að fara að spila á nokkrum mótum í Bandaríkjunum og ársbyrjunin hefir verið allt í lagi. Ég hlakka til að bæta mið og sigra eitt af þessum stóru.“

Heimild: europeantour.com