Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2012 | 07:00

LEK: Aldís Björg Arnardóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Magnús Þórarinsson, Sigurður H Hafsteinsson og Óttar Magnús G Yngvason sigruðu á 10. viðmiðunarmóti LEK

Tíunda og síðasta viðmiðunarmót LEK fór fram s.l. sunnudag, 24. júní 2012  í blíðskaparveðri á Garðavelli á Akranesi. Alls tóku rúmlega eitthundrað keppendur þátt og léku margir prýðisvel. Verðlaunahafar voru sem hér segir:

Konur 50 ára og eldri:

  1. Aldís Björg Arnardóttir 32 punktar
  2. Rut Marsibil Héðinsdóttir 32 punktar
  3. María Málfríður Guðnadóttir 31 punktur

Besta skori í höggleik náði María Málfríður Guðnadóttir en hún lék völlinn á 80 höggum.

Karlar 55 – 69 ára:

  1. Magnús Þórarinsson 39 punktar
  2. Sigurður H Hafsteinsson 37 punktar
  3. Haraldur Örn Pálsson 37 punktar
  4. Steinn Mar Helgason 37 punktar
  5. Jón Haukur Guðlaugsson 36 punktar

Besta skori í höggleik náði Sigurður H Hafsteinsson en hann lék völlinn á 73 höggum.

Karlar 70 ára og eldri:

  1. Óttar Magnús G Yngvason 35 punktar
  2. Sigurjón R Gíslason 34 punktar
  3. Jens Karlsson 34 punktar

Besta skori í höggleik náði Óttar Magnús G Yngvason en hann lék völlinn á 85 höggum.

Framundan hjá LEK-urum er MP-bankamótið, sem mun fara fram á Urriðavell 14. júli n.k. og svo hefst viðmiðunarmót v/ landsliða 2013 á Akureyri helgina 21. – 22. júlí.

Heimild: LEK

Höfundur texta: Helgi Hólm