Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2014 | 10:20

LEK: Mótaskrá 2014 á Öldungamótaröðinni

Tillaga mótanefndar LEK um mótaksrá 2014 var samþykkt í stjórn LEK nýverið.

Eftirtaldar nýjungar má finna í mótaskránni:

Í fyrsta lagi nefnist mótaröð LEK nú ÖLDUNGAMÓTARÖÐIN og til hennar teljast átta mót sem auk Íslandsmóts eldri kylfinga gefa stig til vals á landsliðum LEK.

Síðan koma tvö ný mót sem verða parakeppnir og einnig nýtt mót þar sem bæði verður leikið golf og keppt í skák.

Fyrirkomulag þessarra móta verður nánar kynnt síðar en þó ber þess að geta nú að krýndir verða í haust stigameistarar Öldunamótaraðarinnar.

Fyrsta mótið verður þann 18. maí og fer það fram á Korpunni.

Sjá má mótaskrá LEK með því að SMELLA HÉR: