LET: Tríóið Lindberg, Arthur og Hudson deilir forystunni fyrir lokadaginn í München
Það eru sænska stúlkan Pernilla Lindberg, hin ástralska Bree Arthur og breska stúlkan Rebecca Hudson, sem eru efstar og jafnar fyrir lokadag Uni Credit Ladies German Open í München.
Allar eru þær búnar að spila á samtals -10 undir pari, 210 höggum fyrir lokadag Uni Credit Ladies German Open sem styrkt er af Audi eftir hlýjan en fremur vindasaman 3. hring á Golfpark Gut Häusern.
Annað tríó deilir 4. sæti en það er samsett af þeim Söndru Gal, Lauru Davies og Anne-Lise Caudal og er 2 höggum á eftir forystukonunum.
Ástralska stúlkan Bree Arthur átti glæsihring í gær upp á 65 högg, en á skorkorti hennar voru m.a. 6 fuglar, skolli og örn á par-5, 11. brautinni.
Þessi 23 ára stúlka frá Queensland er í fyrsta sinn í slagnum um 1. sætið á Ladies European Tour sagði um hringinn: „Þetta var frábær dagur. Ég var nokkuð sjálfsörugg áður en ég sló af 1. teig vegna þess að ég hef slegið svo vel þessa síðustu daga, en púttin voru ekki að detta. Í dag fór allt í og ég bætti fyrir allt.“
Breska stúlkan Rebecca Hudson fór holu í höggi á hringnum og er þetta í fyrsta sinn sem hún slær draumahöggið á Evrópumótaröð kvenna en 6 holan í höggi á ferlinum.
„Ég hitt boltann virkilega vel, nákvæmlega þar sem ég ætlaði mér og svo er alltaf þetta element heppni þegar hann dettur, og ég var mjög ánægð,“ sagði Hudson.
„Ég hafði allt undir stjórn á hringnum. Ég var ánægð með golfið mitt og skemmti mér. Við elskum að spila fyrir áhorfendur, það er þess vegna sem við spilum, þetta er eins og fíknilyf það gefur manni adrenalín.“
Hin sænska Pernilla Lindberg sem var í forystu eftir 2. hring á -7 undir pari, bætti skori upp á 69 högg við skor fyrri daga (68 69 69). Þ.á.m. fékk hún örn á par-5 11. brautina.
Pernilla er 25 ára og frá Bollnas í Svíþjóð og var með kærestann, Englendinginn Daníel Taylor á pokanum.
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag í Golfpark Gut Häusern smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024