Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2024 | 21:00

LET Access: Andrea T-12 á Destination Gotland Open mótinu!!! – Glæsileg!!!

Andrea Bergsdóttir, GKG, var meðal keppenda á Destination Gotland Open mótinu, á LET Access.

Mótið fór fram dagana 16.-18. ágúst sl. og var mótsstaður Gumbalde Resort í Stånga, Svíþjóð. Stånga er á eyjunni Gotlandi, í u.þ.b. 41 km fjarðlægð frá „höfuðstað“ eyjunnar, Visby.

Andrea lék á samtals 3 yfir pari, 213 höggum (69 70 74).

Hún deildi 12. sæti með 6 öðrum keppendum. Sigurvegari mótsins var hin sænska Kajsa Arwefjall, sem lék á samtals 3 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Destination Gotland Open með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Andrea Bergsdóttir.