Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 20:00

LET Access: Tinna komst ekki í gegnum niðurskurð á Banesto Tour Valencia

Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði spilaði 2. hringinn á Banesto Tour á Escorpión vellinum, í Valencia, í dag.

Hún  spilaði samtals  á 8 yfir pari, (75 77)  og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð.

Niðurskurður var miðaður við 4 yfir pari og munaði því aðeins 4 höggum að Tinna kæmist í gegn.  Hún spilar því, því miður ekki lokahringinn á morgun.

Staðan á toppnum er óbreytt því í efsta sæti eftir 1. hring er enska landsliðsstúlkan Holly Clyburn á samtals 6 undir pari, (67 71)   Í 2. sæti er hollenska landsliðskonan Marjet Van der Graaff, sem Golf 1 kynnti um daginn SMELLIÐ HÉR: (en Marjet er á 4 undir pari (68 71).

Það sem framundan er hjá Tinnu er undirbúningur fyrir Lalla Aïcha Tour School, þ.e. úrtökumót fyrir LET 2013, sem fer fram í tveimur stigum; fyrra stiginu 6.-9. desember og lokastiginu 13.-17. desember 2012.  Leikið er í Al Maaden Golf and Amelkis Golf Club í Marrakech, Marokkó.  Sjá má nýlegt viðtal við Tinnu, þar sem m.a. er fjallað um mótin  með því að SMELLA HÉR:

Golf 1 óskar Tinnu góðs gengis eftir mánuð í Marokkó!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í Valencia SMELLIÐ HÉR: