Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2014 | 22:00

LET: Ariya Jutunugarn efst e. 2. dag í Marokkó

Thaílenski kylfingurinn Ariya Jutunugarn er efst eftir 2. mótsdag á Lalla Meryem mótinu í Marokkó.

Hún er búin að spila á 8 undir pari, 134 höggum (68 66).

Öðru sætinu, 2 höggum á eftir  deila þýski kylfingurinn Nina Holleder og Matthilda Cappeliez frá Frakklandi á samtals 6 undir pari, hvor.

Fjórða sætinu deila síðan 2 franskir og 2 enski kylfingar þ.á.m. golfdrottningin fimmtuga Laura Davies á 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. mótsdag Lalla Meryem mótsins SMELLIÐ HÉR: