Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2012 | 20:15

LET: Carlota Ciganda sigurvegari á Deloitte Ladies Open í Hollandi

Það var spænska stúlkan Carlota Ciganda sem stóð uppi sem sigurvegari á Deloitte Ladies Open í Hollandi. Carlota spilaði hringina 4 á samtals á -9 undir pari, samtals 207 höggum (71 67 69).  Þetta er fyrsti sigur þessarar 22 ára stúlku frá Pamplona á Spáni, á Evrópumótaröð kvenna.

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Carlotu varð Ursula Wikström frá Finnlandi, hún var s.s. á -7 undir pari, 209 höggum (71 68 70). Ursula hefir verið ofarlega í mótum Evrópumótaraðar kvenna það sem af er árinu og það hlýtur bara að koma að því að hún sigri á s.s. einu móti!

Í 3. sæti varð Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku á -4 undir pari. Fjórða sætinu deildu síðan hin sænska Carin Koch og „heimakonan“ Dewi Claire Schreefel, báðar á samtals -3 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Deloitte Ladies Open smellið HÉR: 

 

Til þess að sjá úrslitin á Deloitte Ladies Open smellið HÉR: