Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2012 | 18:00

LET: Caroline Hedwall og Alison Whitaker leiða eftir 1. dag í Vín

Það eru hin sænska Caroline Hedwall, fyrrum liðsfélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur, GO, í Oklahoma State og ástralska stúlkan Alison Whitaker, sem leiða eftir 1. dag á UNIQA Ladies Golf Open mótinu styrktu af Raiffeisen, sem fram fer á Föhrenwald golfvellinum, rétt fyrir utan Vín í Austurríki og hófst í dag. Báðar spiluðu þær á 5 undir pari, 67 höggum.

Þriðja sætinu deila W-7 módelið fyrrverandi, sænska fegurðardísin Mikaela Parmlid ásamt 2 öðrum Stacey Keating frá Ástralíu og Klöru Spilkovu frá Tékklandi.  Þær komu í hús í dag á 4 undir pari, 68 höggum og eru 1 höggi á eftir forystunni, hver.

Sex stúlkur deila með sér 6. sætinu, enn einu höggi á eftir þ.e. á 3 undir pari, 69 höggum, hver, en meðal þeirra er m.a. Stacy Lee Bregman frá Suður-Afríku.

Tíu kvenkylfingar deila með sér 12. sætinu þ.á.m. golfdrottningin Laura Davies, sem þrívegis hefir sigrað á mótinu. Allar hafa þær í 12. sæti spilað á 2 undir pari, þ.e. á 70 höggum.

Sleggjan skoska Carly Booth, sem fyrirfram var talin meðal hinna sigurstranglegustu er í 22. sæti ásamt 14 öðrum, kom inn í dag á 1 undir pari, 71 höggi.

Fjögur högg skilja að þær sem eru í 1. sæti og þá sem er í 36. sæti og því hörkuspennandi keppni framundan um helgina.

Til þess að sjá stöðuna á UNIQA Ladies Golf Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: