Caroline Masson
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2012 | 19:00

LET: Caroline Masson leiðir í Suður-Afríku

Í dag hófst í Selborne Park Golf Club í Kwa-Zulu Natal í Suður-Afríku, South-African Women´s Open. Það er þýski kylfingurinn Caroline Masson, sem tekið hefir forystuna eftir 1. dag. Hún spilaði fyrsta dag á 3 undir pari 69 höggum.

Caroline Masson ásamt heimamanninum kylfuberanum sínum í Kwa-Zulu Natal í dag. Mynd: LET

„Þetta var ekki auðvelt, en kylfuberinn minn sem var heimamaður hjálpaði mér mikið við vindáttirnar. Ég var inni á flöt á tilskyldum höggafjölda oftsinnis og gæti hafa sett niður fleiri pútt, en ég var mjög ánægð með þennan opnunarhring.“

Fjórar deila 2. sætinu  frönsku stúlkurnar Julie Greciet og Joanna Klatten og svissneska stúlkan Anaïs Maggetti og „heimakonan“ Stacy Lee Bregman.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Kwa-Zulu Natal SMELLIÐ HÉR: