Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2012 | 20:14

LET: Catriona Matthew sigraði á Opna írska

Það var hins skoska 42 ára Catriona Matthew sem sigraði á Opna skoska í dag. Sigurskor hennar var samtals 7 undir pari, 209 höggum  (67 71 71).

Catriona Matthews fagnar sigri í dag í Killeen Castle á Opna írska.

„Ég er algerlega í himnasælu“ sagði Matthew, sem vann í 5. sinn í dag á Ladies European Tour (skammst.: LET) og í 9 sinn allt í allt.

„Það er alltaf erfitt að spila lokahringinn eftir að hafa verið í forystu. Ég var bara á labbinu þarna á 7 undir pari og sá Suzann (Pettersen) setja niður nokkra fugla. Ég held að henni hafi fundist hún vera komin aftur í Solheim Cup.“

Um ást sína á Killeen golfvellinum, þar sem henni líður vel og hún gegndi lykilhlutverki í sigri á Solheim Cup í september fyrir ári, sagði Catriona, sem er nr. 27 á Rolex-heimslista kvenna: „Ég tel að það muni alltaf hafa verið erfitt að koma hingað aftur á stað þar sem eru svo margar góðar minningar. Þetta gæti hafa farið í báðar áttir en kannski sat eitthvað eftir að leik mínum hér á síðasta ári í Solheim Cup.“

Í 2. sæti varð hin norska Suzann Pettersen á samtals 6 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir Catrionu.

Í 3. sæti var síðan golfdrottningin 48 ára Laura Davies á samtals 3 undir pari,  213 höggum.

Til þess að sjá úrslitin á Ladies Irish Open eða Opna írska upp á íslensku SMELLIÐ HÉR: