Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2014 | 18:00

LET: Charley Hull vann fyrsta mót sitt í Marokkó

Unga, enska Solheim Cup stjarnan Charley Hull sigraði í dag fyrsta mót sitt á Evrópumótaröð kvenna, Lalla Meryem Cup í Marokkó með stórkostlegum hring upp á 9 undir pari, 62 höggum!!!

Á hringnum fékk Charley 7 fugla og 1 örn!!!

Hún byrjaði með látum fékk tvo fugla á 1. og 2. braut og fékk síðan örn á par-5, 6. holu og síðan fylgdu fuglar á 7. og 9. braut og hún lauk fyrri 9 á 6 undir pari, 30 höggum.

Charley náði enn öðrum fugli á 11. holu og setti pressu á Gwladys Nocera sem leiddi fyrir lokahringinn, þannig að hún þrípúttaði á lokaholunni og Hull var komin í umspil en báðar voru á samtals 15 undir pari, eftir hefðbundnar 72 holur.

Hull sagði að hring loknum:„Ég var á 9 undir pari í dag sem er ansi gott. Ég hélt að ég hefði haft það á 18. holunni en missti púttið.  Hendurnar á mér skulfu svo mikið og ég varð að setja niður 1 1/2 metra pútt alveg eins og gegn Paulu og Lexi í Solheim Cup. Hér varð ég að setja niður sama pútt til að sigra. Mér finnst ég núna góður púttari undir pressu.“

Nocera hins vegar sagðist hafa tapað mótinu því hún hefði púttað illa . Í 3. sæti varð franska stúlkan Sophie Gicquel-Bettan.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lalla Meryem Cup SMELLIÐ HÉR: