Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2012 | 14:00

LET: Christel Boeljon sigraði á Turkish Airlines Ladies Open

Hin hollenska Christel Boeljon sigraði 2. árið í röð á Turkish Airlines Ladies Open, sem fram fór í Belek í Tyrklandi nú um helgina. Christel var á skori upp á -7 undir pari, samtals 285 höggum  (70 73 69 73).

„Þetta hefir mikla þýðingu fyrir mig“ sagði Boeljon. „Að mér hafi tekist að verja titil minn er mikill heiður og mjög sérstakt og ég er mjög ánægð að vera hér.  Ég hélt ró minni og sló nokkur góð högg inn á milli. Mér tókst að fara lágt, var á -2 undir pari á einum stað  og hélt því bara áfram. Seinni 9 voru svona og svona en allt í allt dugði það og ég kom sterk inn alla 4 dagana.“

Ursula Wikstrom frá Finnlandi var 3 höggum á eftir Christel, í 2. sæti, á -4 undir pari.

Carlota Ciganda frá Spáni og hin sænska Carin Koch deildu 3. sætinu á samtals -2 undir pari, hvor.

Til þess að sjá úrslitin á Turkish Airlines Ladies Open smellið HÉR: