LET: Guðrún Brá með besta árangur sinn til þessa á LET!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, náði sínum besta árangri frá upphafi á LET Evrópumótaröðinni um liðna helgi. Guðrún Brá, sem hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum undanfarin þrjú ár, lék á -5 samtals í einstaklingskeppninni á Aramco Team Series sem fram fór í London á Englandi.
Sjá má úrslit í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR:
Sjá má úrslit í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR:
Guðrún Brá lék hringina þrjá á 5 höggum undir pari, 214 höggum (71-74-69). Hún endaði í 13. sæti sem er eins og áður segir besti árangur hennar LET sem er sterkusta mótaröð Evrópu fyrir atvinnukylfinga í kvennaflokki.
Aramco Team Series mótið var með þeim hætti að keppt var í liðakeppni samhliða einstaklingskeppninni. Mótið fór fram á Centurion Golf Club. Í liðakeppninni léku 3 atvinnukylfingar saman í liði ásamt einum áhugakylfingi. Alls kepptu 36 lið í liðakeppninni en tvö bestu skorin töldu á hverri holu. Guðrún Brá var með Lydiu Hall og Becky Brewerton í liði en þær eru báðar frá Wales.
Marianne Skarpnord frá Noregi sigraði í einstaklingskeppninni eftir tveggja holu bráðabana um sigurinn. Þetta er fimmti sigur norska kylfingsins á LET Evrópumótaröðinni.
Guðrún Brá heldur næst til Finnlands – þar sem hún mun keppa á Gant Ladies Open dagana 15.-17. júlí.
Sjá nánar um mótið með því að SMELLA HÉR:
Heimild: GSÍ
Í aðalmyndaglugga: Guðrún Brá ásamt Helga Snæ, bróður sínum. Mynd: Tristan Jones
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024