Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2023 | 18:00

LET: Lily May Humphreys sigraði á Joburg Ladies Open

Það var Lily May Humphreys frá Englandi, sem sigraði á Joburg Ladies Open.  Mótið fór fram í Modderfontein golfklúbbnum, nálægt Jóhannesarborg í S-Afríku, dagana 1.-4. mars 2023.

Sigurskor Humphreys var 12 undir pari, 280 högg (70 70 73 67). Humphreys er fædd 14. mars 2002 og því 20 ára. Þetta er fyrsti sigur hennar á LET.

Öðru sætinu deildu þær Moe Folke frá Svíþjóð og Ana Pelaez Trivino frá Spáni. Báðar voru þær 2 höggum á eftir Humphries.

Í þriðja sæti á samtals 9 undir pari voru 3 kvenkylfingar: Nicole Broch Estrup frá Danmörku, Klara Spilkova frá Tékklandi og heimakonan Kiera Floyd.

Sjá má lokastöðuna á Joburg Ladies Open með því að SMELLA HÉR: