Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2022 | 20:00

LET: Linn Grant sigraði á Mithra Belgian Ladies Open

Það var hins sænska Linn Grant, sem sigraði á Mithra Belgian Ladies Open, móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET).

Sigurskor Grant var samtals 15 undir pari. Hún átti 1 högg á hina ensku Cöru Gainer, sem varð í 2. sæti.

Linn Grant er fædd 20. júní 1999 og því aðeins 22 ára. Hún gerðist atvinnumaður í fyrra, þ.e. í ágúst 2021, en þá var hún nr. 4 á heimslista áhugakvenkylfinga. Þetta er 2. sigur hennar á Evrópumótaröð kvenna og 7. sigur hennar, sem atvinnumanns, á skömmum tíma.  Hinn sigurinn á LET kom 26. mars 2022,  þegar hún sigraði á Joburg Ladies Open.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var meðal keppenda, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð.

Sjá má lokastöðuna á Mithra Belgian Ladies Open með því að SMELLA HÉR: