Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2012 | 20:45

LET: Marianne Skarpenord efst eftir 2. dag – ekki allar hafa lokið leik vegna 5 tíma tafar sökum hvassviðris

Það er „norska frænka okkar“ Marianne Skarpenord, sem leiðir eftir 2. dag Lalla Meryem mótsins í Marokkó. Marianne spilaði hringinn í dag á glæsilegum 65 höggum!  Alls hefir hún því spilað á 135 höggum (70 65).  Marianne fékk 8 fugla og 2 skolla á hringnum í dag. Mjög hvasst var á mótsstað í dag og því var mótinu frestað um 5 tíma og ekki allar sem náðu að ljúka leik.  Staðan getur því enn breyst á morgun, en þá verður mótinu fram haldið.

Til þess að sjá stöðuna þegar Lalla Meryem er hálfnað smellið HÉR: