Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2022 | 23:00

LET: Nelly Korda vann einstaklingskeppnina í Aramco Team Series – Sotogrande

Númer 3 á Rolex heimslista kenna, Nelly Korda,  átti glæsilokarhing á Aramco Team Series – Sotogrande, þ.e. var á 5 undir pari, 67 höggum og nældi sér í einstaklingstitilinn, þremur höggum á undan næstu.

Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna (skammst: LET) og var mót vikunnar á mótaröðinni og fór fram í La Reserva Club De Sotogrande, á Spáni  18.- 20.ágúst 2022.

Nelly hóf keppni 7 höggum á eftir systur sinni, Jessicu Korda, sem var í forystu fyrir lokahringinn

En Nelly fór á flug á lokahringnum og lauk keppni á samtals 13 undir pari, 203 höggum (67 69 67).

Öðru sætinu deildu 3 kylfingar, sem allar voru 3 höggum á eftir Nelly: systirin Jessica,  Ana Pelaez Trivino frá Spáni og Pauline Roussin frá Frakklandi.

Hin franska Emma Grechi og Pia Babnik fra Slóveníu deilda síðan 5. sæti, báðar á 9 undir pari.

Samhliða einstklingskeppninni fór fram liðakeppni og þar vann sveit Jessicu Korda.

Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: