Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 22:30

LET: Nikki Garrett enn í forystu á Tenerife Open de España Femenino eftir 2. dag

Í dag var fram haldið keppni á Tenerife Open de España Femenino á Las Americas golfvellinum í Tenerife. Mótið stendur dagana 20.-23. september, þ.e.a.s. er 4 daga mót.

Þegar mótið er hálfnað er  ástralska fegurðardísin Nikki Garrett enn í forystu þrátt fyrir fremur slakan hring í dag, miðað við gærdaginn hjá henni. Hún er samtals á 7 undir pari, 137 höggum  (64 73).

Á hæla henni eru 4 kylfingar: Caroline Masson frá Þýskalandi, Celine Palomar og Joanna Klatten frá Frakklandi og hin enska Florentyna Parker, en allar eru þær á 6 undir pari, 138 höggum hver.

Sjötta sætinu deila enn aðrir 4 kvenkylfingar þ.á.m. golfdrottningin Laura Davies, en allar eru þær í 6. sæti á 5 undir pari, 139 höggum, hver.

Munur milli 1. og 10. sætisins er aðeins 3 högg og stefnir því í æsispennandi keppni um helgina í kvennagolfinu!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring Tenerife Open de España Femenino SMELLIÐ HÉR: