Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2014 | 19:45

LET: Nocera efst fyrir lokahring Lalla Meryem í Marokkó

Franski kylfingurinn Gwladys Nocera er efst fyrir lokahring Lalla Meryem í Marokkó.

Nocera er á samtals 11 undir pari, 202 höggum (69 68 65). Nocera hefir 2 högga forystu á löndu sína Sophie Giquel-Bettan.

Eftir 3. hring sagði Nocera m.a.: „Í dag gekk mér ekkert sem best á fyrri 9. Ég strögglaði svolítið en ég veit ekki, ég spilaði 2 hringi þar áður og var að pútta illa, en var samt á góðu skori þannig að ég hugsaði bara „haltu áfram þau munu falla“ og það komu nokkur fleiri á seinni 9.“

Thaílenski kylfingurinn Ariya Jutunugarn, sem leiddi í hálfleik er dottin niður í 3. sætið og er á samtals 7 undir pari, 4 höggum á eftir Nocera.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti  eftir 3. dag Lalla Meryem SMELLIÐ HÉR: