Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2012 | 11:00

LET: Nýtt mót – ISPS Handa British Masters –

Í gær tilkynnti LET um nýtt flaggskips mót þar sem verðlaunafé er í hærri kantinum eða £300,000.  Styrktaraðili mótsins er japanska fyrirtækið ISPS í eigu Dr. Haruhisa Handa. Dr. Handa sagði m.a. við þetta tækifæri: „ISPS er ánægt að vera aðalstyrktaraðili þessa nýja, spennandi móts. Buckinghamshire Golf Club er frábær mótsstaður og við hlökkum til að halda ISPS Handa Ladies British Masters  á keppnisvelli þeirra.“Mótið fer fram dagana 16. – 18. ágúst 2012.„Sendiherra“ ISPS, Laura Davies sem býr í Surrey, þ.e. nálægt vellinum sagði: „Ég er mjög ánægð að spila í þessu nýja móti á svona fallegum velli, sem Buckinghamshire golfvöllurinn er. Ég mun halda áfram að styðja ISPS, sem sendiherra þeirra og mér er sérstakur heiður að styðja baráttu fyrirtækisins fyrir að fatlaðir fái að keppa í golfi á Ólympíuleikum. Þetta er mót fullt af áskorunum, með sterkum þátttakendum og ég er mjög ánægð að það skuli spilast nálægt heimili mínu.“