Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2012 | 16:00

LET: Pernilla Lindberg leiðir snemma dags á Ladies Irish Open

Í dag hófst í Killeen Castle í Meath héraði á Írlandi, á hinum frábæra Jack Nicklaus hannaða velli, Ladies Irish Open.  Sú sem tekið hefir forystuna er fyrrum skólafélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur í Oklahoma State, Pernilla Lindberg, frá Svíþjóð.  Hún spilaði kastalavöllinn í Killeen á 4 undir pari, 68 glæsihöggum. Pernilla fékk 6 fugla og 2 skolla.

Þær sem næstar koma að svo stöddu eru Elizabeth Bennett, frá Englandi; Sophie Gustafson frá Svíþjóð og Rachel Bailey frá Ástralíu. Allar spiluðu þær á 2 undir pari,  70 höggum.

Enn eiga margar eftir að koma inn og  ljúka leik.

Fylgjast má með stöðunni á 1. dag Ladies Irish Open með því að SMELLA HÉR: