Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2012 | 08:00

LET: Rebecca Flood frestar giftingu til að taka þátt í golfmóti

The Herald Sun í Ástralíu er með frétt þess efnis að Rebecca Flood, sem spilar á LET hafi frestað brúðkaupi sínu til þess að spila á Victorian Open.Blaðamaðurinn Mark Hayes skrifaði að Flood og kæresti hennar Geoff Artis, sem er kaddý  Anne-Lise Caudal á LET, hefðu frestað brúðkaupi sínu að beiðni framkvæmdastjóra Australian Ladies Professional Golf, Warren Sevill.The Vic Open var haldið samhliða samsvarandi opnu móti hjá körlunum og kom aftur á mótaskránna eftir að hafa verið fjarverandi í 20 ár.Flood var beðin um að styðja mótið með því að fresta brúðkaupinu.„Þetta var ekkert svo slæmt, í raun, þetta hefir allt snúist til hins besta,“ sagði Rebecca Flood, sem nú mun þess í stað gifta sig 18. febrúar heima hjá sér í Coonabarabran í norðurhluta New South Wales, í Ástralíu.Rebecca Flood sagði að hún og Geoff kæresti hennar hefðu þurft að senda út boðskort að nýju með nýrri staðsetningu, en voru undrandi á hversu lítið plön þeirra hefðu að öðru leyti breyst.„Þetta gefur okkur færi á að einbeita okkur virkilega að golfinu næstu 5 vikurnar, þannig að þetta er í raun miklu betra. Það eru engar truflanir núna.“Rebecca og Geoff eru búin að halda gæsa og steggja boð sín, en þau voru haldin meðan Raiffeisenbank Prague Golf Masters fór fram í Tékklandi, en þau hafa síðan snúið heim til Ástralíu eftir 2. tímabil Rebeccu á LET.