Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2019 | 20:00

LET: Skarpnord sigraði m/Valdísi Þóru á pokanum

Það var norska frænka okkar Marianne Skarpnord sem sigraði á The Pacific Bay Resort Australian Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu

Sigurskor Skarpnord var 8 undir pari, 280 högg (70 72 69 69).

Síðustu tvo hringina naut Skarpnord sérfræðilegrar ráðgjafar Valdísar Þóru Jónsdóttur, atvinnukylfings úr GL, sem einnig tók þátt í mótinu, en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð vegna ólukkans mistaka á 1 holu!!! Í fyrra varð Valdís Þóra í 3. sæti í mótinu. Þær Skarpnord eru ágætis vinkonur.

Sjá má að skor Skarpnord var 1-3 höggum lægra en fyrstu tvo keppnisdagana og ekki ólíklegt að þáttur Valdísar Þóru hafi skipt miklu í þessu norræna samstarfi, sem leiddi til sigurs Skarpnord. Þetta er fyrsti sigur Skarpnord frá árinu 2013.

Sjá má lokastöðuna á The Pacific Bay Resort Australian Ladies Classic Bonville mótinu með því að SMELLA HÉR: