Valdís Þóra Jónsdóttir, GL
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2019 | 07:00

LET: Valdís Þóra enn í forystu í hálfleik NSW Open!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og LET heldur forystu sinni í NSW Open, móti vikunnar á sterkustu mótaröð í Evrópu, en mótið er samstarfsverkefni LET og ALPG, en Valdís Þóra er með fullan spilarétt á báðum mótaröðum! …

Eða eins og segir í grein á vefsíðu LET: „Valdis still the one in command“ (Lausleg þýðing: „Valdís enn sú sem er við stjórnvölinn„) … en sjá má greinina á vefsíðu LET með því að SMELLA HÉR:

Valdís Þóra er að skrifa sig í íslensku golfsögubækurnar; því þetta er lægsta skor íslensks kvenkylfings á stórri mótaröð, 63 högg!!! Valdís Þóra er hins vegar ekki fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem verið hefir í forystu á LET-móti, því árið 2016 var Ólafía Þórunn í forystu fyrstu tvo dagana á LET móti þ.e. Fatimu Bint Mubarak Ladies Open í Abu Dhabi  á samtals 13 undir pari, 131 höggi (66 65) … en gaf síðan frá sér sigurinn með lokahring upp á 76 högg.

Vonandi er að ekkert slíkt hendi Valdísi Þóru og vonandi að framhald verði á velgengni hennar!!!! Stórglæsileg frammistaða þetta!!!

Valdís Þóra er samtals búin að spila á 9 undir pari, 133 höggum (63 70).  Í dag lék Valdís Þóra á 1 undir pari, 70 höggum. Á hringnum fékk hún 1 örn, 4 fugla, 9 pör og 5 skolla.

Þýska kylfingnum Karolin Lampert hefir þó tekist að saxa á forystu Valdísar Þóru því Valdís Þóra átti 3 högg á næsta kylfing í gær en nú hefir hún aðeins 2 högga forystu. Lampert er í 2. sæti á samtals 7 undir pari, 135 högg (70 65). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Lampert með því að SMELLA HÉR: 

Báðar eru þær Valdís Þóra og Karolin á höttunum eftir 1. sigri sínum á LET:

Eftir 2. hring var skorið niður og komust margir góðir kylfingar ekki í gegnum niðurskurð í mótinu, en þar á meðal var vinkona Valdísar Þóru, norska frænka okkar, Marianne Skarpnord, sem Valdís Þóra leiddi til sigurs nú nýlega í LET móti í Canberra í Ástralíu, þegar Valdís Þóra bara poka Skarpnord og var sérlegur ráðgjafi hennar. Sjá grein Golf1 um það með því að SMELLA HÉR:

Spurning hvort Skarpnord endurgjaldi greiðann nú?

Og mót vinnast víst ekki á fyrstu tvo dögunum; nú er um að gera að ofhugsa ekkert, halda ró sinni og vona það besta – trúa á sjálfa sig, því við vitum öll að Valdís Þóra getur þetta og erum svo óendanlega stolt af henni!!!!!

Sjá má stöðuna á NSW Open með því að SMELLA HÉR:

Mynd: LET