Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2021 | 11:00

LET&LPGA: Ryann O´Toole sigraði á Opna skoska

Það var Ryann O´Toole, sem bara sigurorð í sameiginlegu móti LET og LPGA mótaraðanna, Trust Golf Women´s Scottish Open.

Mótið fór fram dagana 12.-15. ágúst á Dumbarnie linksaranum í Fife, Skotlandi.

Sigurskor O´Toole var 17 undir pari, 271 högg (68 71 68 64) – sigurinn getur hún eins og sjá má þakkað lágum lokahring.

Í 2. sæti, 3 höggum á eftir voru bronsmedalíuhafinn á Ólympíuleikunum 2020 og fv. nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydía Ko og hin thaílenska Atthaya Thitikul.

Sjá má lokastöðuna á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: