Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2021 | 13:00

LET&LPGA: Thomson leiðir e. 1. dag Opna skoska

Það er heimakonan skoska Michele Thomson sem leiðir eftir 1. dag Trust Golf Women´s Scottish Open, sem er mót sem tvær stærstu kvengolfmótaraðirnar LET og LPGA standa sameiginlega að.

Thomson kom í hús á  7 undir pari, 65 höggum.

Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Yuka Saso, Jasmine Suwannapura og Anne Van Dam, allar á samtals 5 undir pari, 67 höggum, hver.

Guðrún Brá komst því miður ekki inn á mótið.

Mótið stendur dagana 12.-15. ágúst 2021 á Dumbarnie linksaranum, Leven, Fife, í Skotlandi.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á Opna skoska hjá konunum með því að SMELLA HÉR: