Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2013 | 20:30

Liebelei Lawrence tekur þátt í Big Break Mexico

Liebelei Lawrence, sem er með keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna, er einn þátttakenda í raunveruleika sjónvarpsþáttagolfkeppninni BigBreak Mexico, sem hefst í bandarísku sjónvarpi þ.e. Golf Channel,  13. maí n.k.

Árið 2011 lék Liebelei í 15 mótum og varð 4 sinnum meðal efstu 30, en varð að fara aftur í Q-school. Hún komst þar í gegn og hlaut kortið sitt að nýju 2012 og varð tvívegis meðal efstu 30 í mótum það ár. Árið 2013 er hún með keppnisrétt að hluta og hefir fram að þessu aðeins spilað í 2 mótum.

Stúlkan með fallega nafnið (Liebelei) er með mjög alþjóðlegan bakgrunn, en hún er fædd í Grikklandi, á gríska móður og bandarískan föður en hefir mestalla ævi búið í Luxembourg. Liebelei er með ríkisborgararétt í 3 löndum: Grikklandi, Bandaríkjunum og Luxembourg. Hún talar reiprennandi 5 tungumál og er að læra 6. máið.

Liebelei hefir m.a. verið í golfnámi í Leadbetter Academy í Flórída og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með Vanderbilt háskóla.

Sjá má kynningarmyndskeið með Liebelei með því að SMELLA HÉR: