Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2024 | 10:00

LIV: Graeme McDowell féll á lyfjaprófi

Fyrrum sigurvegari Opna bandaríska, Graeme Mc Dowell féll á lyfjaprófi, en hann var valinn sem hluti slembiúrtaks, þar sem verið var að kanna lyfjanotkun leikmanna LIV mótaraðarinnar.

McDowell hafði notað nefúða, fyrir LIV mót í Nashville, þar sem hann var með stíflað nef og gat ekki sofið.

Nefúðinn innihélt R-methamphetamine (levo-methamphetamine), sem er á bannlista.

Í kjölfarið svipti LIV McDowell verðlaunafé hans og liðsfélaga hans í liðahluta mótsins í Nashville upp á $128.000, eins fékk McDowell sekt upp á $125.000,- og fær ekki að spila á næsta móti LIV, þ.e. LIV Greenbrier.

McDowell hefði getað sótt um undanþágu fyrir lyfjanotkuninni, en sagðist ekki hafa leitt hugann neitt sérstaklega að því, þar sem Vicks nefúðinn, sem hann notaði, hefði verið lausasölulyf.

McDowell hefir á félagsmiðlum sagst sætta sig við ákvörðun LIV og hlakki til að mæta aftur til leiks á mót LIV í Chicago.