Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 16:00

GR: Myndasería – Golfdagur í skammdeginu 18. mars 2012

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í höggleik 14 ára og yngri, sat í anddyrinu og var að selja aðgöngumiða á kr. 1000 til styrktar unglingastarfi GR á „Golfdegi í skammdeginu“ sem er viðburður í sýningar- og ráðstefnustíl. Sunna Víðisdóttir, GR, efnilegasti kylfingur Íslands 2011, var við Cervó sölubásinn.  Unglingarnir í GR eru með viðburð, sem enginn ætti að missa af og enn 1 klst til þess að líta til þeirra styrkja unglingastarfið um kr. 1000,- en um leið er aðgöngumiðinn, happdrættismiði … og vinningarnir … golfkyns og ekki af verri endanum.

Golfdagur í skammdeginu

Golfbúðin í Hafnarfirði er með frábæran sölubás þar sem m.a. er hægt að skoða GPS fjarlægðarmæla. Hole in One er með bæði kylfur og golffatnað til sýnis.  Golfsíðan.is er að kynna fallegar handmálaðar könnur og kortin, sem mörgum golfunnandanum eru orðin að góðu kunn en eins nýjungar eins og golfmúsamottur!  IT ferðir eru að kynna golfferðir til Spánar. Tag Heuer golfsólgleraugu, sem eru ómissandi sé farið úr landi til að spila golf og eins er gott að fjárfesta í svona flottum gleraugum fyrir íslenska golf sumarið. Dýrleif í Icegolf er með gullfallegan fatnað frá Poodle vörumerkinu. Svo er verið að sýna golfbíla og hægt að prófa kylfur, bæði púttera og járn og dræver á þartilgerðum svæðum

Enn er 1 klukkustund eftir af golfdeginum og ættu allir að drífa sig! – Allur kuldi og snjór er fyrir bí um leið og komið er í hlýjuna á Korpu á Golfdag í skammdeginu!

Sjá má myndaseríu frá Golfdegi í skammdeginu HÉR: